Rauðhólar eru gervigígar, ákaflega sjaldgæf og merkileg fyrirbæri. Því miður voru margir gíganna og þeir stærstu skemmdir en það eru heilir gígar enn á svæðinu sem okkur ber að vernda en láta þá ekki hverfa í lúpínu. Svæðið er í heild sinni sérkennilegt og skemmtilegt og þar má segja bæði jarðsögu og sögu þjóðarinnar. En þá þarf með átaki að hemja lúpínuna. Með góðri náttúrutúlkun og skipulagi mætti svo upphefja Rauðhóla fólki til gleði og fróðleiks.
Sagt er að gervigíga sé hvergi að finna nema á Íslandi og á reikistjörnunni Mars. (http://www.visindavefur.is/svar.php?id=11583). Rauðhólum hefur ekki verið sýnd tilhlýðileg virðing og fáir átta sig á hve merkilegir þeir eru eða sú saga sem þar má túlka. Fyrri kynslóðir hafa verið gagnrýndar fyrir að eyðileggja gíganna en núlífandi kynslóð heldur þeirri eyðileggingu áfram þótt á annan hátt sé. Okkar er ábyrgðin.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation