Setja þarf trampólín, klifurvegg, fleiri körfur og mörk og annað sem er á nýuppgerðum skólalóðum í Borginni
Það er löngu kominn tími á að laga skólalóðina í Breiðholtsskóla. Þetta ætti að vera forgangsverkefni.
Breiðholtsskóli er ljótasta byggingin í Reykjavík jafnt að utan sem innan. Skólalóðin er vanbúin, þar eru ekki þau tæki sem boðið er upp á á öðrum skólalóðum Borgarinnar
Við fjölskyldan búum stutt frá Breiðholtsskóla. Við gerum töluvert af því að fara með krakkana okkar um helgar þegar gott er veður á skólalóðir annara skóla og það er sláandi hversu vel er að verki staðið varðandi skólalóðir allra skóla í Breiðholtinu annara en Breiðholtsskóla. Munurinn er ótrúlegur, það er allt að drabbast niður, fá leiktæki og lítið þangað að sækja. Það er orðið mjög brýnt að lagfæra skólalóð Breiðholtsskóla í sama standard og annarra skóla í Breiðholti
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation