Göngu- og hjólreiðastígar úr Seljahverfi yfir Vatnsendahæð
Með því að útbúa góða göngu- og hjólreiðastíga úr Seljahverfi yfir Vatnsendahæð (sem leiðir inn í Hvarfa- eða Kórahverfi Kópavogs) gefst borgarbúum auðveldari aðgangur að útivistarsvæðum við Elliðavatn, í Heiðmörk sem og í Víðidal. Hjólreiðafólk úr Seljahverfi gæti þá komist inn á hjólreiðastíga við Elliðavatn sem leiða inn í Heiðmörk og niður Elliðaárdalinn. Sem sagt aukinn aðgangur borgarbúa að útivistarparadís í borginni og við borgarmörkin!
Sammála, en það þarf einnig að gera ráð fyrir hundaeigendum og taka tillit til þeirra
Mér líst mjög vel á þessa hugmynd. Get þó ekki valið að styðja því sá möguleiki er dottinn út.
Mjög góð tillaga. Gott væri ef stígar frá Seljahverfi myndu vísa inn í mismunandi hverfi í Kópavogi, þ.e. Hvarfa hverfið, Lindarhverfið og Kórahverfið.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation