Gera þjóðleiðina gömlu til Reykjavíkur sýnilegri

Gera þjóðleiðina gömlu til Reykjavíkur sýnilegri

Gera þjóðleiðina gömlu til Reykjavíkur sýnilegri

Points

Gamla þjóðleiðin til Reykjavíkur lá meðfram Suðurlandsvegi hjá Hólmi þar sést enn far eftir hesthófa, einnig sést leiðin inni á Árbæjarsafni og niður í Elliðarárdalinn hjá Rafstöðvarvegi og farið var á vaði yfir Elliðaárnar við enda Bústaðavegar. Síðan var mýrarlaus leið þrædd að Öskjuhlíð þar sem vegurinn sést enn hjá Select við Bústaðaveg svo lá hann upp á Skólavörðuholt eftir núv Mímisvegi að Vegamótum við Laugaveg og á Arnarhól og niður á Lækjartorg. Ekki eitt einasta skilti sýnir veginn

Frábær hugmynd - einföld og sennilega ódýr í framkvæmd. Góð viðbót við göngutúra á höfuðborgarsvæðinu ( man ekki hvort þessi er í bókinni 25 gönguleiðir), og fræðandi. Muna að láta strætó stoppa við byrjun leiðarinnar eða enda.

Þetta er góð og þörf hugmynd. Veitir ekki af að fræða okkur borgarbúa um upphafsdaga Reykjavíkur.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information