Örugg gönguleið úr Hlíðum/Holtum/Norðurmýri í Öskjuhlíð
Bæta þarf öruggt aðgengi að útivistarsvæðum og að íþróttavelli hverfisins. Fótgangandi þurfa að fara yfir margar götur á leiðinni þangað þar sem öryggi er ekki tryggt. Það þarf að setja upp betri gönguljós, hraðahindranir, göngubrýr eða álíka og merkja betur leiðir. Það eru t.a.m. engin gönguljós á gatnamótunum frá Valsheimili yfir í Öskjuhlíð og engin gönguljós eða hraðahindrun yfir Skógarhlíðina.
Já takk, sammála! Ég lendi iðulega í kröggum við að komast úr Norðurmýrinni þarna yfir, hef t.d. þurft að klöngrast yfir grindverk og bílastæði á leið með túrista upp í Öskjuhlíð, og er fáránlega lengi að komast til vinafólks í Hlíðunum sem ætti ekki að vera meira en 5-7 mínútna rölt. Það vantar gönguvænar tengingar þarna á milli.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation