Háspenna í jörð

Háspenna í jörð

Háspenna í jörð

Points

Þvert yfir Kjalarnesið liggur háspennulína ofanjarðar 11.000 volt. Þetta rýrir landnýtingu þar sem ekki má byggja nálægt háspennulínum. Nú er árið 2012 og slíkar línur eiga að vera komnar í jörð fyrir löngu. Það er ekkert sem mælir gegn því að koma þessu í jörð meðfram Vesturlandsvegi.

Reykjavíkurborg er á kúpunni, Orkuveitan er á kúpunni, Landsnet er á kúpunni. Hver á að borga fyrir að grafa háspennustrengi í jörð? Kostnaðurinn er margfaldur m.v. að hafa þá í háspennumöstrum, og ég efast um að það mætti byggja mikið nær þó þeir væru grafnir. Þar fyrir utan er nóg af byggingarhæfu landsvæði á höfuðborgarsvæðinu á lausu, þannig að þetta er aðeins kostnaður á móti engum gróða.

Allar nýjar línur skulu vera í jörð - og eldri línum skal hægt og rólega koma í jörð líka. En þetta er 100 ára verkefni, svo að það gerist ekkert á morgun. Og landnýtingin verður öðruvísi - landeigendur "græða" kannski ekki mjög marga fermetra, en samt ...

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information