Endurheimta gangstétt vestan megin Einholts
smá betrumbætur á orðalagi og aukin nákvæmni
Það er ótækt að verktakar fái að marka sér svæði 5-6m frá skurðbrún, út á miðja þrönga götu, svo árum skipti. Þetta viðgekkst ekki við Höfðatorg, og ekki heldur við Stjörnubíósreitinn á sínum tíma. Komasoh!
Eftir að framkvæmdir hófust - og síðan stöðvuðust - við Einholt / Þverholt - er spónaplötugrindverk meðfram svæðinu í Einholtinu sem nær langt út fyrir gangstéttina og út á götu. Nú er ENGIN gangstétt í Einholtinu og gangandi vegfarendur þurfa að vera út á götu. Menn leggja bílum sínum austan megin og þrengja þannig götuna og þar með eru gangandi að labba út á götu.
"faghópur taldi hana óframkvæmanlega meðan byggingaframkvæmdum á svæðinu væri ólokið" Þetta er bara ekki rétt - eins og dæmin sýna frá Stjörnubíós reitnum og Höfðatorgi, þar sem varnargirðingu var í báðum tilfellum valinn staður þétt upp við skurðbrún þannig að öryggi gangandi vegfarenda væri ekki ógnað. Þess utan eru *engar* byggingaframkvæmdir í gangi á reitnum, og enn síður eru framkvæmdir út við skurðbrún allan hringinn í einu. Komasoh!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation