Gangbraut/Gangbrautarmerki í Breiðagerðið
Breiðagerðisskóli er stór grunnskóli auk þess sem að á samliggjandi lóðum eru frístundaheimili og leikskóli. Vegna þessa þurfa ótal börn úr hverfinu að fara yfir Breiðagerðið á hverjum degi, flest oftar en einu sinni. Hvernig stendur á því að þarna er hvergi MERKT gangbraut? Það eru tvær hraðahindranir sem gert er ráð fyrir að gengið sé yfir á, en hvergi MERK gangbraut = ökumönnum ber engin lagaleg skylda til að stöðva fyrir þeim börnum sem ætla yfir. Finnst foreldrum í hverfinu þetta í lagi?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation