Skólalóð Hlíðaskóla
Svæðið fyrir miðstigið á skólalóð Hlíðaskóla er óklárað. Hugmyndir hér eru tillögur nemenda í 7. bekk sem óska eftir litríku leiksvæði; mála París, pókó- og brenniboltavöll, setja niður leiktæki t.d. trambólín, útbúa taflmenn fyrir taflborð, setja upp hjólabrettaramp, skólahreystibraut, puttabrettavöll, aparólu og klifurvöll, lagfæra undirlag á körfuboltavelli, merkja fótbolta- og körfuboltavöll betur. Nánari útfærslu á hugmyndum má nálgast hjá stjórnendum og umhverfisnefnd Hlíðaskóla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation