Hringtorg við gatnamót Hallsvegar og Víkurvegar

Hringtorg við gatnamót Hallsvegar og Víkurvegar

Gatnamótin við Hallsveg og Víkurveg eru hættuleg vegna mikils umferðarhraða og þéttrar umferðar. Þeir bílar sem reyna að komast inná Víkurveg frá Hallsvegi til vinstri í átt að Egilshöll þurfa oft á tíðum að stoppa milli akreina bara til að komast ferðar sinnar, sem augljóslega skapar hættu. Til að betrum bæta þetta væri hægt að setja hringtorg á þessi gatnamót sem auðvelda öllum að komast leiðar sinnar og eykur umferðaröryggi til muna!

Points

Aukið öryggi og betra umferðarflæði ætti að gagnast öllum þeim sem keyra þessa leið.

Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!

Aukið umferðar öryggi og flæði. Þarf ekki að ræða mikið frekar.

Hættuleg gatnamót. Væri líka hægt að setja ljós, líkt og við Gagnveg og Borgarveg.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information