Vantar örugga gönguleið í Egilshöll
Börn í Húsahverfi þurfa að fara yfir tvær hættulegar götur á leið sinni í Egilshöll, þ.e. Hallsveg og Víkurveg. Á gatnamótum Hallsvegar/Víkurvegar eru engin gönguljós og undirgöngin við Hallsveg/Fjallkonuveg nýtast þeim ekki á leiðinni í Egilshöll. Mjög mikil umferð er við Borgaveg/Víkurveg og undirgöngin undir Víkurveg eru þannig staðsett að þau nýtast ekki börnum úr Húsa-, Hamra-, Folda- eða Rimahverfi. Það þarf nauðsynlega að bæta öryggi á þessari leið - helst með undirgöngum.
Það þarf nauðsynlega að setja undirgöng eða þrengja meira/setja gangbraut yfir Borgarveg fyrir börn sem eru að koma frá Rimahverfi,Folda eða Hamra á leið í Egilshöll. Göngjustígur meðfram Rimahverfi og Kirkjugarði yfir Borgarveg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation