Gera alla Norðurmýri að vistgötum
Mikið er af ungum börnum sem leika sér í Norðurmýrinni en þeim stafar mikil hætta af umferð. Með því að gera allar götur Norðurmýrarinnar að vistgötum, og með því minnka umferðarhraða og auka leiksvæði verður hverfið íbúavænna, rólegra og ákjósanlegra til að búa í.
Norðurmýrin er lítið hverfi afmarkað af stórum umferðargötum, en þar eru aðeins tvær hraðahrindranir. Það segir sig sjálft að það þarf að gera þetta hverfi mun öruggara með hraðahindrunum og betri umferðarmenningu. Einnig mætti afmarka bílastæði betur. Því flest þurfum við að leggja upp á gangstétt. Hverfið tilvalið til að gera tilraun til að færa heilt hverfi nær grænum markmiðum borgarinnar, hafa endurvinnslutunnur við annað hvert hús og jafnvel moltutunnur fyrir nokkra garða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation