Kirkjugarðurinn allt of stór!
Kirkjugarðurinn er orðinn allt of stór. Hann klýfur Grafarvog nánast í tvennt og lengir leiðir á milli hverfa. Það ætti að láta staðar numið og nýta austurendann sem eftir er til dæmis undir lítinn almenningsgarð með trjám og bekkjum og kannski einhverjum æfingatækum, klifurgrindum og slíku sem færi vel í návist kirkjugarðsins. Það væri full þörf á slíkum garði þarna austan megin í Grafarvogi þar sem aðstaðan í Gufunesi er í jaðri hverfisins vestan megin. Það býr líka lifandi fólk í Grafarvogi!
hann er kanski of stór núna, en fleira fólk á eftir að deyja í nákominni framtíð, það er ekki eins og við 'endurnýjum' stæðin þar sem fólk liggur nú. en allveg sammála um að hann klífur Grafarvogin í tvennt
Mér finnst allt í lagi að kirkjugarðurinn sé eins stór og hann er en hugmyndin er mjög góð á þessum stað en bara hinum megin við veginn. Þar er óhrjálegt umhverfi sem væri hægt að nýta í svona aðstöðu og bæta við trjám til að taka vindinn sem alltaf er á þessum slóðum.
Fólk sem fær sér hjólhýsi og fellihýsi ætti kannski sjálft að gera ráðstafanir með geymslupláss fyrir slíka gripi áður en það er keypt ?
Víða hafa skapast vandamál vegna ferðavagna og stórra ökutækja í borginni. Það vantar fleiri stæði fyrir slík tæki til að losna við þau af stæðunum við húsin. Í mínu hverfi væri hægt að útbúa slíkt stæði fyrir norðan N1 stöðina við Veghús. Þatta vandamál er víða í Rvík. enda mikil fjölgun á felli og hjólhýsum undanfarin ár.
Ég á nú við að það sé kominn tími til að finna nýtt stæði fyrir kirkjugarð. Það er varla hugmyndin að Grafarvogurinn hýsi alla þá sem látast í framtíðinni. Þetta orðið alveg gott fyrir Grafarvoginn. Það má fara að leggja meiri áherslu á þá sem búa í hverfinu á meðan þeir eru lifandi. Kirkjugarðurinn er alveg í miðju hverfisins og lengir mjög leiðir á milli. Austurendinn væri flott svæði fyrir lítinn almenningsgarð!
Bryndís - það er búið að gera ráð fyrir nýjum grafreit, á sléttunni ofan við Bauhaus. Þessi verður ekki stækkaður svo að þær áhyggjur eru þarflausar. En það þarf að gera hann fallegri - ekki bara innan girðingar heldur líka utan við hana. Og Egill, ég er sammála.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation