Foreldrar geti verið dagforeldrar aukabarns eftir mæðraorlof
Fjöldi foreldra vantar betri úrræði í dagvistunarmálum, aðrir foreldrar óska eftir lengri mæðra/feðraorlofi. Lausn beggja getur verið að foreldrar geti ´framlengt´ fæðingarorlof sitt þannig að þeir taki í dagvistun eitt ´aukabarn´ og hugsi um það auk síns eigin barns gegn greiðslu frá sveitarfél. Tekjumissir vegna dagvistunarvanda tveggja fjölskyldna er þannig leystur á einu bretti, annað foreldri fær greiðslu fyrir að gæta síns barns, auk annars barns, hitt foreldrið kemst út á vinnumarkaðinn.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation