Endurgera Róló á milli Nýlendugötu og Vesturgötu

Endurgera Róló á milli Nýlendugötu og Vesturgötu

Endurgera Róló á milli Nýlendugötu og Vesturgötu

Points

Samkvæmt gildandi deiluskipulagi á að malbika yfir róló - framlengja Bræðraborgarstíg til að skapa sjónlínur til sjós og fjalla. Róluvöllur/almenningsgarður skemmir ekki þessar sjónlínur, heldur býr til rými þar sem hægt er að njóta útsýnisins enn betur en úr bíl á ferð!

Ekki vantar róluvellina í Vesturbænum, t.d. örstutt upp á Drafnarborg. Það væri hins vegar ágætt að fá þarna garð, tré og bekki (og jafnvel rólur) en ekki svona klassískan malarvallar róluvöll.

Það er ekki mikið af róluvöllum í þessum hluta Vesturbæjar og brýn nauðsyn að halda þeim leikvöllum og útivistarsvæðum sem hægt er á þessu þéttbýla svæði. Eins er þetta frekar skjólgóður reitur og auðvelt að gera huggulegan með frekar lágvöxnum gróðri og halda samt útsýni í norður. Alveg óþarfi að bæta við götu til þess að fá útsýnislínu. Íbúar og börn eiga einnig að vera í forgangi og að geta notið þessa útsýnis við útivist á reitnum frekar en úr bíl á ferð um Vesturgötu eða Bræðrab.stíg

Þarna var alltaf ágætur rólóvöllur en nú hefur lóðin staðið auð í nokkur ár. Staðurinn er kjörinn fyrir lítið útivistarsvæði fyrir íbúa, rólóvöllur/garður fyrir íbúa með nestisaðstöðu og grillaðstöðu. Mikilvægt að hugsa um íbúana nú þegar nærliggjandi starfsemi, við hafnarsvæðið og í miðbænum snýst mikið í kringum ferðamenn. Ferðamenn vilja líka sjá "lókal" líf, sjá íbúana leika sér!

já alveg sammála, endilega hugsa róluvöllinn í víðara samhengi. Fyrst og fremst skapa notalegan og skemmtilega stað fyrir allan aldur, jafnvel með nestis og grillaðstöðu líkt og á Klambratúni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information