Haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur verði seinkað frá því sem var í vetur og haft í lok október eða byrjun nóvember (viku 44 eða viku 45).
Haustfrí í grunnskólum Reykjavíkur verði seinkað frá því sem var sl. vetur. Haustfríið var í lok viku 42 og byrjun viku 43 á síðasta ári. Enn voru bjartir morgnar þessa daga og væri hagur í því að nota síðustu björtu morgnana áður en 4 mánaða myrkur skellur á, til þess að komast í skóla í birtu. Að auki voru innan við 2 mánuðir frá því að skólaárið hófst og ekki farið að bera á þreytu meðal nemenda almennt. Þetta yrði auk þess til samræmis við haustfrí skóla í Skandinavíu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation