Að sett verði hraðahindrun á göngustíg meðfram kirkjugarði og Rimahverfis, og þá sérstaklega við enda Hvannarima. Mikil umferð léttra vélhjóla, vespa og annarra léttra farartækja fara um þennan göngustíg og eru þau oftar en ekki a miklum hraða.
Þar sem þessi farartæki fara um þennan göngustíg og að auki mörg á miklum hraða, þá er gífurleg slysahætta á ferð. Margir, untgir sem aldnir, ganga um þennan göngustig og eru ýmsar blindbeygjur á stígnum sem nauðsynlegt að útbúa hraðahrindrun áður en slys verður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation