Ég vil sjá börn niður í 2. bekk fá forritunarkennslu í grunnskólanum sínum. Skema hefur boðið upp á forritunarkennslu fyrir börn á grunnskólaaldri en hún er dýr. Ég vil sjá þessa kennslu inn í skólunum, og væri þá tilvalið að byrja á hverfisskóla barnsins míns þ.e. Breiðholtsskóla.
Ísland getur verið á undan heiminum í þessum efnum að leyfa börnum að læra forritun. Þetta eflir rökhugsun og kennir börnunum að gera eitthvað gagn í tölvunum en ekki eingöngu leika sér. Námskeiðin hjá Skemu eru sniðug en þau eru dýr, ég vil sjá þau verða að hluta grunnskólakennslu. Þetta er góður grunnur fyrir forritara framtíðarinnar. Vil gjarnan sjá að byrjað sé að kenna á Alice en síðar meir sé farið meira upp í hefðbunda forritun (C#, C++. Java, Python... o.s.fr.v).
Þetta er góð hugmynd og á hiklaust erindi inn í menntakerfi. Forritunarkennsla er mjög mikilvæg en veit ekki hvort þetta eigi heima inni í þessari umræðu um betri hverfi þar sem meira er verið að huga að viðhaldi eða gera eitthvað nýtt framkvæmdalega í Breiðholti.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation