Hraðahindranir í Lofnarbrunn í Úlfarsfelli
Lofnarbrunnur í Úlfarsfelli er sú gata sem liggur samsíða Úlfarsbraut meðfram Dalskóla. Hraðahindranir á Úlfarsbrautinni draga mikið úr hraða. Það hefur hins vegar leitt til aukinnar umferðar um Lofnarbrunninn þar sem engar hraðahindranir eru þar, en þetta er gata sem mörg skólabörn ganga um, í og úr skóla og frístundir. Þá hefur með opnun íþróttasvæðis Frams umferðin aukist gífurlega. Mjög mikilvægt er að fá hraðahindranir í þessa götu sem fyrst til að auka öryggi gangandi vegfarenda.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation