Greiðari umferð bíla

Greiðari umferð bíla

Greiðari umferð bíla

Points

ég er að tala um að laga smærri hluti til að vinna að því að umferðahnútar leysist. ekki endilega það sem ég nefndi en að setja kraft í það að koma bílum til og frá í reykjavík

tildæmis mætti koma á nefnd sem sæi um að vinna að því markmiði að greiða aðgengi bíla í miðborginni

vantaði nánar :)

Ef fólk fer út úr bílunum komast fleiri fyrir á sama stað, fólkinu sem er fyrir líður betur, og fólkinu sem fer út úr bílunum líður betur. Eftir smátíma.

fólk verður seint þvingað til að leggja einkabílum.

Það vantar örlítið meira inní þetta, hvernig viltu að við aukum umferðaröryggi?

liðkum fyrir umferð á annartímum, auðveldum aðgengi allra. aukum öryggi allra borgarbúa Dreyfa umferð, forðast umferðateppur td með samvinnu við stærri fyrirtæki og stofnanir um sveigjanlegri vinnutíma til og frá korter hálftíma td. eins og virkar eða að breyta háskólanum í reykjavík í elliheimili því þá er fólk síður á bílum og þar með minnkar álagið. víða mætti bæta við akrein eða jafnvel að auka gæslu lögreglu með umferð. það má lækka fargjöld og hvetja fólk til að nota strætó og hjól td

Hvernig mundu greiðari aðgengi bila í miðborgina bæta umferðaröryggi ?

hljómar eins og með kexið í gamladaga ef maður bað um kex var viðkvæðið: það þýðir ekkert að kaupa þetta, það verður hvort eð er bara étið. kannski það sé kominn tími til að taka einkabíla úr umferð í borginni ef vilji til að skapa viðunandi aðstæður fyrir ökumenn skortir. Ég sé það þannig að til þess að gera tvíbreiðar götur einbreiðar og loka götum og búa til hjólreiðastíga til að gera borginna vistvænni, þyfti fyrst að gera fólki kleift að komast ferða sinna á bílum. Eins og með leikskólana, að taka burt sponslur og starfsdaga svo hægt sé að byggja upp sanngjarnt sýstem sem nýtist öllum jafnt. Fyrst ábyrgð og svo frelsi er eini raunhæfi kosturinn ef við viljum getað notað bíla og bæta samgöngur eða það er mín skoðun.

Sunna, getur þú rökstutt þetta : "Ég sé það þannig að til þess að gera tvíbreiðar götur einbreiðar og loka götum og búa til hjólreiðastíga til að gera borginna vistvænni, þyfti fyrst að gera fólki kleift að komast ferða sinna á bílum."

yfir vetrartíman og í leiðindaveðri stóla flestir borgarbúar á bílana sína, þó svo að fjöldi manns noti reiðhjól eða tvo jafnfljóta yfir sumartíman. mér finnst fáránlegt að ætla að gera aðeins öðrum kleyft en akandi vegfarendum að nota miðbæinn, með því að breyta flestum götum í einstefnur eða loka götum til að reyna að draga úr umferð bíla í 101. miðbærinn á að vera fyrir alla, þó svo að draga verði úr hraða þar sem það á við, þá þarf líka að vera aðgengi bíla að td stofnunum og fyrirtækjum ásamt öðrum unaðsreitum í miðbænum, ekki síður en aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda. ekki gleyma því að sumt fatlað fólk kemst ferða sinna á einkabílum en getur oft ekki notað annan ferðamáta og það sama á við um fjölmarga aðra td barnmargar fjölskyldur og þá sem kjósa að nota bifreið. sá ferðamáti er mun algengari en annar og að draga úr aðgengi fólks á bílum finnst mér algerlega út í hött. vistvænt er kannski óheppilegt orðalag en það er í það minnsta fólksvænni leið því við búum hér mörg og hér þarf að vera pláss fyrir alla. Morten Lange var þetta nógu vel rökstutt svar að þínu mati?

Nokkrar ágætis pælingar en ég held að þetta ætti betur heima í BetriReykjavik í stað "Betri hverfi". Í þessari umferð með Betri hverfi er verið að biðja um hugmyndir að verkefnum í hverfunum sem samtals mega ekki kosta nema nokkra tugi milljóna, og framkvæmist í sumar/haust. Að bæta við akrein er sennilega talsvert dýrari, ( og fellur ekki að markmiðum sem eru lýst í "Betra hverfi" ). Að dreifa umferð betur og minnka álagstoppana er góð pæling, en yrði kannski helst gert með upplýsingaherferð gangvart íbúúm og vinnustöðum í borginni sem heild. Sama gildir um að lækka fargjöld og hvetja til að nota strætó, reiðhjol (og tveimum jafnflötum).

ég vissi ekki af þessu "betra hverfi" takk fyrir ábendinguna. greiðari umferð býður upp á fleiri möguleika, þá er hægt að fara í að loka götum eða hægja á umferð en á meðan þessir umferðahnútar á álagstímum eru til staðar er illa gert gagnvart ökumönnum að fara út í þesslags framkvæmdir. með því að dreyfa umferðinni betur, vinna að því og fjölga bílastæðum þar sem þeirra er þröf og þjónusta ökumenn til að komast ferða sinna, fækkar auka ferðum og hringsóli um bæinn, þetta minnkar td álag á umferð. að mínu mati myndi það létta spennu af umferðinni og það myndi nýtast bæði gangandi vegfarendum og hjólreiðafólki sem oft er í hættu úti í umferðinni. ég held að hagur ökumanna, hjólreiðafólks og gangandi vegfarenda geti farið saman í umferðinni.

Ég held það líka að hagur ökumanna, hjólreiðafólks og gangandi geti farið saman. En reynslan af því að fjölga bílastæðum, breikka götur og almennt bæta aðgengi til að nota bíla virðist vera að þetta séu skammgóðir vermir. Þetta fyllist og ástandið varðandi öngþveiti verður aftur eins og það var. Nema að í militíðinni (nokkur ár á meðan umferð var greið hefur verið ýtt undir að byggð þenjist út og samkeppnisstaða almenningsamgangna, hjólreiða og göngu versnað. Nær allir skipuagsfræðingar taka undir þessu. Og margir stjórnmálamenn og embættismenn í borginni. Ferð sem borgarfulltrúar fóru til Seattle ( fyrir 5 árum ) virðist hafa breytt sýn nokkra úr þessum stéttum. Þar var sagt frá hvernig bakkað var með að byggja breiðar götur sumar á súlum yfir borginni. Þetta var sumt hálfklárað en var rifið niður. Menn upplífðu "traffic evaporation", þeas umferðaröngþveitið varð ekki óbærilegt. Samkeppnisstaða annarra samgöngumáta batnaði. Þannig man ég amk. frásögn manna sem fóru. Þeir sem hafa skoðað hvað virki best og verst taka oft dæmi um bandaríska bílaborgir og bera saman við borgir eins og Amsterdam og Kaupmannahöfn. Hér er grein um Amsterdam : http://www.smh.com.au/executive-style/fitness/with-dutch-courage-two-wheels-triumph-20100917-15gbt.html

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information