Betri og öruggari gönguleið við Austurberg í Breiðholti

Betri og öruggari gönguleið við Austurberg í Breiðholti

Bæta og gera samfellda göngu- hjólaleið frá Hólabrekkuskóla í Breiðholti að strætóskýli við Gerðuberg.

Points

Sammála þessu. Gangstéttarmálin eru í miklum ólestri við Austurberg, t.d. á þessum stað sem nefndur er hér. Einnig er engin gangstétt austan megin (til móts við fótboltavöllinn). Ég hef séð fólk klöngrast þarna með börn í kerrum en það er ekki öruggt miðað við hvernig aðstaðan er núna.

Börn og aðrir sem koma gangandi/hjólandi frá Hólabrekkuskóla þurfa að beygja inn að Fjölbrautaskólanum í Breiðholti til að komast áfram hvort sem það er í sundlaugina, strætóskýlið, Gerðuberg eða annað og eru svo strand við enda þeirrar gangstéttar nema að farið sé hringinn í kring um stóra sameiginlega bílastæðið. Mikil umferð er inn og út af bílastæðum fjölbrautaskólans og sundlaugarinnar á álagstímum og mikilvægt að greiða götu gangandi og hjólandi betur. Eyjan sem skilur að götuna Austurberg og bílastæðið við sundlaugina/fjölbrautaskólann er tyrft en hana mætti breyta í gönguleið með handriði nær götu til að tryggja betur öryggi gangandi og hjólandi. Má líka benda á að eyjan sem nær að strætóskýlinu er yfirleitt eitt forarsvað vegna þess að fólk þarf að ganga þar til að þurfa ekki að ganga á bílastæðinu eða á götunni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information