Hraðahindrun í Bókhlöðustíg
Umferð úr Lækjargötu upp Bókhlöðustíg og síðan til vinstri eða hægri upp í Þingholtsstrætið er iðulega allt of hröð. Þetta veldur hættu fyrir íbúa götunnar (þ.á.m. börn og ketti) sem eru þar ínrólegheitum auk útblásturs- og hávaðamengunar. Þessu til viðbótar þyrfti að finna leiðir til að minnka umferð á þessu svæði á álagstímum, t.d. kl. 8 á morgnanna þegar ótal nemendur MR eru keyrðir upp að dyrum Þingholtsstrætismegin, með tilheyrandi truflun í umhverfinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation