Vöntun er hagkvæmu landi á suðvesturhorninu sérstaklega fyrir ræktendur sem hafa hug á að sá sínum fyrstu fræjum að sínu framtíðarlífsviðurværi. Í borginni leynast svæði t.d. auðar lóðir, frjósamir hagar, ótal þök, sem gætu vel hentað vel fyrir hefðbundna jarðrækt, í önnur mætti setja upphækkuð beð, lárétta ræktun, vatnsrækt, svepparækt. Mikil nýsköpun er möguleg ef land af hentugri stærðargráðu býðst svo hópur ræktenda gætu sameinað krafta sína. Sköpum skemmtilegt, grænt og lifandi samfélag!
Sjón er sögu ríkari. Smá nasaþefur af þakgörðum. http://popupcity.net/top-5-of-the-greatest-urban-rooftop-farms/
Ræktun á örfáum plöntum bindur kannski ekki mikið kolefni, en áhrif flutnings matvæla vegur þyngra. Auk þess geta litlar einingar oft verið hagkvæmar og borgarbúskapur hefur tilhneigingu til að vera umhverfisvænni.
Það er ekkert leyndarmál hvað hagkerfið okkar er orðið hnattvænt, en það er erfitt að mæla á móti því að auka verðmætasköpun í samfélaginu sé til hagsbóta fyrir almenning. Ein af meginstoðum í lífi okkar er maturinn og samfélag okkar sem snýst um allskonar samskipti og viðskipti verður að gefa því nokkurn gaum.
Fjöldi ungs fólks hefur ákveðið að aflar sér þekkingar um ræktun, ásókn hefur aukist í Garðyrkjunám, ný braut hefur fyrir verið sett á stað í lífrænni ræktun. Sumir hafa leitað erlendis að læra permaculture(vistrækt). Nemar hafa stundað starfsnám í Evrópu og víðar eða unnið sem sjálfboðaliðar á sjálbærnisetrum. Gríðarleg þekking er fyrir hendi og ræktendur leita að landi til að gera draumana að veruleika.
Það er mikilvægt fyrir börnin að læra hvaðan maturinn okkar kemur. Það er fátt eins skemmtilegt og að kynna börnin fyrir náttúrunni og heiður fyrir hvern þann sem starfar á því sviði. Það þarf að sjálfsögðu að auka aðgang barna að grænmetisrækt og ef þau vita um hvað það snýst gæti áhuginn kviknað. En það eru auðvitað ekki bara börnin heldur hver og einn sem telur sig hafa eitthvað að læra. Aukið lýðræði í matvælaframleiðslu hefur áhrif á gjörvalt samélagið.
Ræktendur á grænmeti sem er í nálægð við markaðinn, geta myndað traust samband við neytendur. Það samband er einmitt lykill að velgengni ræktenda. Svokölluð CSA(community supported agriculuture) eða Samfélags studd ræktun er þegar gert er samkomulag og ræktun fyrirfram og fólk fær ferska sendingu af allskonar grænmeti í hverri viku.
Ræktendur á grænmeti sem er í nálægð við markaðinn, geta myndað traust samband við neytendur. Það samband er einmitt lykill að velgengni ræktenda. Svokölluð CSA(community supported agriculuture) eða Samfélags studd ræktun er þegar gert er samkomulag og ræktun fyrirfram og fólk fær ferska sendingu af allskonar grænmeti í hverri viku.
Framboð á fersku íslensku grænmeti, annar ekki eftirspurn. Úrval er alltaf að aukast, en þó er grænmeti sem fólk þekkir ekki sem má rækta við íslenskar aðstæður og annað grænmeti sem þekkist aðeins innflutt en gæti fengist ferkst á hverfismarkaðnum beint frá framleiðanda.
Ég mæli með að kíkja á nýja aðalskipulag Reykjavíkur. http://reykjavik.is/thjonusta/adalskipulag-reykjavikur Í veigamiklum hluta kallaður Græna borgin er greinargóð útekt á borgarbúskap, sem endurspeglar mikinn áhuga borgarbúa til auka matjurtarækt og fjölda spenandi samfélagslagsgarða sem hafa verið spretta upp í Laugardalnum, Breiðholti og víðar, auk þess sem minnst er á mörg atyglisverð dæmi í borgum eins og New York, Berlin, Dublin. Það er heilt viskerfi af hugmyndum úr að moða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation