Kaupmannninn á hornið aftur!!

Kaupmannninn á hornið aftur!!

Ég flutti í Breiðholtið fyrir 22 árum og þykir gott að búa hér, á þeim tíma var hægt að labba út í búð og engin nauðsyn að vera á bíl innan hverfis. Svo ég yrði glöð ef við fengjum litla kaupmanninn aftur, ekki bara Bónus

Points

Það er svo þægilegt að geta bara labbað út í búð Og þurfa ekki að aka langar vegalengdir til að komast í stórmarkaði sem mér finnst oft allt of stórir og mikill tími fara í að finna vörurnar.

Þótt ég styðji hugmyndina að mörgu leyti finnst mér ég knúin til að koma með rök á móti. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu byggir mjög mikið á framboði og eftirspurn. Í Breiðholti á sínum tíma voru gerðir margir verslunarkjarnar sem nú eru að drabbast niður þar sem verslun hefur færst í færri/stærri verslanir. Ég held að þetta sé vart eitthvað sem borgin leysi svona í bráð.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information