Planið við verslunarkjarnann er mjög óaðlaðandi og grjót á mótum bílaplans og gangséttar kuldalegt og safnar rusli. Fara í það að gróðursetja í þetta bil og poppa upp planið með milli eyjum með gróðri og betri skiptingu.
Aðlaðandi umhverfi styður við það að fólk komi að verslunarkjarnanum og vilji versla þar og laðar vonandi að þá sem vilja stunda verslun á Holtinu. Okkar í hverfinu er síðan að versla og mæta og styðja þannig við nærþjónustu. Spurning hvort borgin geti komið með einhverja starfsemi í húsin t.d. bókasafn?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation