Yfir vetrarmánuðina væri hægt að koma upp ágætu skautasvelli á Vitatorgi við Hverfisgötu líkt og sett var upp á Ingjólfstorgi einn vetur tímabundið fyrir nokkrum árum. Víða erlendis eru skautasvell sett upp tímabundið á torgum án mikillar fyrirhafnar og til dæmis getur verið stemning að fara á skauta í miðbænum fyrir jólin.
Það mætti gjarnan bæta möguleika barna í miðborginni til útivistar og tómstunda. Vitatorg stendur autt yfir vetrarmánuðina og það væri upplagt að koma þar upp aðstöðu fyrir börn í hverfinu til að læra að skauta þar sem það væri bæði öruggara en Tjörnin og meira skjól. Torgin í miðborginni eru farin að dafna ágætlega á sumrin en nú mætti gera eitthvað spennandi köldu mánuði ársins. Það myndi bæta mannlíf við efri hluta Hverfisgötu og glæða annars ónotað torg lífi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation