Hvernig er hægt að fegra Lækjartorg ?
Skrautlegt biðskýli - slöngu/stiga leikurinn á hellurnar - litaðar hellur ( blóm, eða mynstur ) - listaverk sem má klifra í - vegg sem má skreyta ( upp að gluggum á Héraðsdómshúsinu ) - skærlitaðir bekkir og borð - kort á/í borði sem vísar á áhugaverða staði í nágrenninu - gamlar myndir af svæðinu á Héraðasdómshúsinu -
Góð hugmyndin um gosbrunn með landvæætunum - og nota tækifærið til að segja sögu þeirra.
Gera Lækjartorg grænna og búa til meira skjól fyrst of fremst. Það er mjög oft hvasst í kringum Lækjartorg þannig að það þyrfti að bæta umhverfið þar með skjólveggjum eða trjám. Torgið er dautt og grátt eins og er og mjög óaðlaðandi - mætti bæta með gróðri. Mætti setja gosbrunn eins og í morgun stórborgum. Líst vel á fyrri hugmynd að gera skrautlegra og skreyta. Synd hvað Lækjartorg er illa nýtt og hálf dauður staður í miðborginni í núverandi mynd.
Væri e.t.v. hægt að planta trjám neðst við Hverfisgötuna, Stjórnarráðsmegin, það gæti gefið skjól og grænna yfirbragð fyrir svæðið. Mætti e.t.v. fjarlægja upphækkuðu beðin við Lækjagötuna/Lækjatorg, þannig að það sjáist betur inn á torgið? Þá væri hægt að setja t.d. gosbrunn, eða listaverk (sem mætti klifra í) á torgið...
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation