Opið svæði í eigu Reykjavíkurborgar við Rofabæ á móts við Vorsabæ, Hlaðbæ og Þykkvabæjar. Þarna er stórt malbikað plan með einni lélegri körfu. Þetta svæði er ónothæft í þeirri mynd sem það er núna. En þarna mætti setja upp körfur fyrir fullorðna og lægri körfur fyrir börnin. Einnig er hægt að setja upp skotboltavöll, tennisvöll, blakvöll ofl. Myndi vilja sjá fagfólk Reykjavíkurborgar teikna þetta svæði upp og koma með hugmydir af endurbótum til að lífga upp á mannlífið á þessu svæði.
Þetta svæði er tilvalið til að fjölga opnum svæðum í hverfinu þar sem börn, fullorðnir og fjölskyldur geta farið saman í leik. Þetta svæði er malbikað nú þegar þó þyrfti líklegast að lagfæra það aðeins En svo það þarf kannski ekki mikið til að gera þetta að aðlaðandi svæði fyrir okkur íbúa Árbæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation