Lagfæra Snorrabraut - hægja á og minnka umferð

Lagfæra Snorrabraut - hægja á og minnka umferð

Lagfæra Snorrabraut - hægja á og minnka umferð

Points

Það þarf að minnka umferð og umferðarhraða á Snorrabraut. Gatan sker beint á rótgróin íbúðahverfi og börn í Norðurmýrinni þurfa að fara yfir götuna til að komast í skóla. Þetta er hættuleg gata með 4 akreinum (inn í miðju íbúðahverfi!), engar hraðahindranir og of stutt gönguljós. Það hafa orðið 2 banaslys gangandi vegfaranda á síðustu árum. Við þurfum aðgerðir STRAX! Það þarf ekki að vera dýrt að fækka akreinum, má t.d. setja tré í pottum og/eða hjólastíg meðfram götunni til bráðabirgða.

heyr heyr!

Vísa einnig í nokkar hugmyndir í ,,Viðhaldsverkefnum" um sama mál.

Algjörlega sammála þér Salka. Sonur minn (þá 9 ára) þurfti eitt sinn að bíða tvenn ljós, komst á 3. ljósum yfir Snorrabrautina við Flókagötu því alltaf beygðu bílar fyrir hann og ljósin of stutt. Það ætti að fækka akreinum í eina í hvora átt, lækka hámarkshraðann t.d. í 40km og bæta við hjólastígum og trjám í miðjuna. Einnig þyrfti að fækka umferðarljósum, maður verður alveg ruglaður í ljósadýrðinni og algengt að ökumenn fari yfir á rauðu því þeir horfa á græna ljósið á næstu ljósum (sem eru svo stutt frá að þeir sjá ekki muninn). Auk þess eru ljósin þannig stillt að það þarf alltaf að stoppa á amk. einum ljósum á leiðinni frá Sæbraut að Flókagötu ef ekið er á löglegum hraða. Sumir gefa þá í og aka líklega á 70km til að ná ljósunum í einum rykk! Varðandi gönguleiðina við strætóskýlin til móts við Leifsgötuna þá er mikil synd að sú gönguleið sé aflögð. Þarna liggur stígur frá Gunnarsbraut að Snorrabraut og svo gangstígur yfir lítinn garð vestan Snorrabrautar og tröppur upp að Leifsgötu. Þetta er svo eðlileg gönguleið út úr hverfinu, upp Leifsgötuna og að Kirkjunni okkar. Einnig eðlilegt að fólk í hverfinu skjótist þarna yfir til að komast í/úr strætó í stað þess að taka hlykk að gangbrautinni við Egilsgötuna.

Það þarf að drífa í því strax að laga gönguljósin, mér telst til að það séu 9-12 sekúndur sem þau loga sem er alltof stutt fyrir börn, aldraða og í rauninni alla. Snorrabrautin sker Norðurmýrina frá Skólavörðuholtinu, þetta er fjölfarin gönguleið (sem gæti þó verið mun fjölfarnari með gönguvænna fyrirkomulagi) og vegna þess hvernig umferðarljósum og akstursleið er háttað er freistandi fyrir gangandi vegfarendur (ekki síst börn og unglinga) að stytta sér leið með því að hlaupa yfir akbrautina og klifra yfir eða í gegnum grindverkið á umferðareyjunni. Þarna sé ég fólk eiga fótum sínum fjör að launa hvað eftir annað. Gönguljós eru líka undarlega staðsett miðað við strætóskýli Norðurmýrarmegin sem eykur enn á fjöldann sem smeygir sér yfir umferðareyjuna. Ég hugsa að nánast hver einasti íbúi Norðurmýrarinnar hafi horft taugaveiklaður á aðfarir fólks við að komast yfir Snorrabrautina. Þessu verður að breyta og setja íbúa og mannlíf hverfisins í forgang.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information