Gróðursetja fleiri tré niður Höfða að Gullinbrú
Í þætti sem nýlega var sýndur á RÚV (Trust me, I´m a doctor) kom fram að þéttur trjágróður meðfram vegum getur dregið úr svifryksmengun um 50% eða meira auk þess að draga úr hávaða. Áherslan á gróðursetningu þarf að vera meðfram Gullinbrú frá Bitahöllinni niður að brú.
Með fleiri trjám myndi bakkinn að Bryggjuhverfinu verða enn fegurri en um leið gera mikið gagn s.s: bæta hljóðvist fyrir íbúa og leiksvæðið sem er alveg við bakkann. Byrjað er að setja niður nokkur tré en ekki má falla í þá gryfju að byrja á hlutum en klára þá ekki. Þetta er ódýr framkvæmd, fögur og skemmtileg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation