Bættir útivistarmöguleikar í botni Úlfarsárdals
Bæta þarf stígakerfi borgarinnar í botni Úlfarsárdals. Tengingu vantar frá Lambhagavegi og inn að Reynisvatnsáshverfi meðfram Reynisvatnsvegi, Hann myndi tengjast stígnum yfir miðjan dalinn á móts við Framsvæðið. Um leið fæst tenging við nýju gras sparkvellina sunnan Úlfarsár sem eiga að verða klárir næsta sumar. Einnig þarf að huga að stígagerð samhliða vegtengingu yfri Úlfarsá á milli Reynisvatnsáss og Úlfarsárdals. Með þessum stígum opnast góðir möguleikar fyrir útivist úr hverfunum í kring.
hjólastígar mættu vera örmjóir þ e malbikaði eða steipti kaflinn, fimm cm eða tíu á breidd væri nóg f mig og svo möl til hliðanna, til að geta runnið hjólað betur án mótstöðu og hristings á möl. þá gætu þeir kostað mun minna og náð lengra frá borg, önnur efni jafnvel, endurunnið plast td í hjólabraut.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation