Það er frábært kerfi hjóla og göngustíga í Grafarvogi. Mér finnst þó vanta tenginu við Mosfellsbæ úr Staðahverfi og meðfram Vesturlandsveginum vestanverðum. Ef þarna væri stígur kæmist maður í samband við stígana í Mosfellsbæ og undirgöngin sem þar eru.
Til að fara þessa leið í dag þarf að hjóla á akbrautinni úr Staðahverfinu og mjög erfitt getur verið að komast yfir umferðaþungan Vesturlandsveginn til að komast á hjólastíginn sem er austanmegin við götuna. Þetta myndi bæta hjólastígakerfið og draga úr slysahættu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation