Ég vil fá heitt vatn, eða meira öryggi í brekkuna, við Frostafold 14. Í dag má líka sópa sandinn, sem var settur þegar snjóaði. Það vantar líka matvöru og lyfjabúð í Foldatorg. Matvörubúðina hefur vantað í heilt ár. En lyfjabúðin hefur aldrei verið á staðnum. Hana væri gott að fá. Svo hef ég verið að hugsa um, hvernig það væri að fá almennissalerni í Spöngina. Ef við þurfum bara að versla í matinn, en ekki fara til læknis, í sjúkraþjálfun eða bókasafnið.
Ég er að hugsa um öryggið, með að biðja um heitt vatn í brekkuna. Og með matvöru og lyfjabúð, til að þurfa ekki að fara með strætó í hverja búðarferð, ef eitthvað vantar. Og með almennissalerni, þegar ferðin er löng með stætó, þegar loksins er komið í Spöngina.
Það er klósett í Bókasafninu, Bakarínu, Hagkaup og ég hef fengið að fara á klósettið í Bónus :)
Það eru margir búnir að reyna að reka matvörubúð í þessum kjarna með misgóðum árangi. Er greinilega ekki að ganga eins og dæmin sýna. Auk þess var eitt sinn apótek og var það staðsett á neðri hæðinni á móti bakarínu. Borgin er hvorki að reka matvörubúðir eða apótek því þýðir lítið að biðja um það hér. Virðist bara vera þróun hér eins og öðrum hverfum að það er oft einn stór verslunarkjarni miðsvæðis þar sem flestar búðirnar eru. Í þessu tilfelli Spöngin.
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9030
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation