Góð hugmynd sem myndi ekki bara auðvelda íbúum að finna bílastæði heldur myndi þetta auka notkun og umferð í bílahúsunum. Lítið notuð bílahús eru jafnan óaðgengileg vegna þess hve tóm og skuggaleg þau eru.
Góð hugmynd. Svo lengi sem íbúakortin hækka ekki samhliða. Ég á lítinn bíl og á erfiðast með að fá stæði við húsið mitt eftir að gjaldskyldu lýkur. Held að margir af þeim sem þar leggja séu að sækja veitingastaði og bari í nágrenninu. Það væri mun betra ef þeir hefðu hvata til að leggja í bílastæðahúsum.
Bílastæðahús eru svo mikil bögg, flest (td bílastæðahúsið á myndinni) lokar kl 24 og opnar ekki fyrr en kl 7 um morgun. Hef oftar en einusinni fest bílinn þarna inni ef ég er komin rétt yfir 24 og svo er það að ef maður þarf að mæta einhvert fyrir 7 þá er billinn en fastur. Væri sammála þessu ef þau yrðu þá opin 24/7
Að við sem greiðum fyrir árskort í stæðin sem íbúar fáum bara ekki stæði nær heimilum okkar er orðið óþolandi, þetta gæti verið lausn á því að reynaaðfá gesti til að velja frekarbílastæðahúsin. Annaðhvort þetta, eða stækka íbúakortin yfir breiðara svæði. Eða bæði.
Fólk sem á leið í miðborgina leggur frekar í götur en bílastæðahús. Ætti að vera öfugt. Mikilvægt að nýta bílastæðahúsin betur svo íbúar geti lagt nálægt heimilum sínum.
Snildarhugmynd. Hætta öllu bìlastæđahringsòli og ná gòđri nýtingu ì bìlastæđahùsin.
Gögn um nýtingu bílastæðahúsa seinustu 4 mánuði sýna að nýting á bílastæðum í Stjörnuporti og Traðarkoti fer ekki yfir 60%. Þar eru því um 200 bílastæði sem fara til spillis. Önnur bílastæðahús eru betur nýtt, t.d. í Kolaporti og Ráðhúsinu. En í þeim er nýting um helgar mjög lítil, rétt um 20%. Hér er um að ræða auðlind í eigu borgarbúa sem fer í súginn. Það gefur augaleið að einhverju þarf að breyta svo meira gagn geti hlotist af.
Þetta er frábær hugmynd. Mín reynsla er að fólk gleymi oft bílahúsunum þegar það á leið í miðbæinn og fer að velta fyrir sér hvar eigi að leggja. Þetta gæti einnig orðið til þess að ferðamenn með bílaleigubíla notuðu bílahús en þessi hópur er áberandi í bílastæðum inn í íbúðabyggð miðborgarinnar. Það væri hægt að hafa þau gjaldfrjáls á nóttunni eins og var hér áður.
Góð hugmynd sem myndi ekki bara auðvelda íbúum að finna bílastæði heldur myndi þetta auka notkun og umferð í bílahúsunum. Lítið notuð bílahús eru jafnan óaðgengileg vegna þess hve tóm og skuggaleg þau eru.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation