Fjarlægja óþarfa og hættulega hraðahindrun á Strandvegi

Fjarlægja óþarfa og hættulega hraðahindrun á Strandvegi

Á Strandveginum, þar sem skólagarðarnir voru/eru, er frekar há og hættuleg hraðahindrun sem er þar að auki alveg óþörf. Það er mín tillaga að hún verði fjarlægð og ef þörf er að hægja á um ferðinni þarna, setja minni hraðahindrun eins og þá sem er rétt ofar í brekkunni, niðurgrafinn ferning sem skemmir ekki bíla en virkar samt vel.

Points

Það er engin gangandi umferð sem þverar veginn á þessum stað, enda hafa skólagarðarnir lokað sem slíkir, en aftur á móti er þessi hraðahindrun að skemma bíla sem þarna aka. Það eru tvær aðrar hraðahindranir skammt frá sem ættu að duga. Ef hraðahindrunin er skoðuð sést að margoft hafa bílar rekist ofan í malbikið sitt hvoru megin við hindrunina. Líkleg skýring á því er að hún er staðsett þar sem enginn býst við að hraðahindrun. Þessi hraðahindrun er á stað þar sem enginn rök eru fyrir henni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information