Hugmyndin er að bjóða uppá tjaldstæði í Grafarvogi með viðeigandi aðstöðu. Líklega væri besta staðsetningin við Dalhús þar sem Sundlaug Grafarvogs er staðsett. Tjaldstæðið yrði opið júní, júlí, ágúst Samstarf um rekstur við Ungmennafélagið Fjölni fyrir fjáröflun í starfsemi félagsins.
Aðeins eitt tjaldstæði er í Reykjavík og er eftirspurnin mikil. Aukning yrði á ferðamönnum í Grafarvogi. ÍTR og Frístundastarfsemi hefðu í kjölfarið skemmtilega aðstöðu að nota. Skólarnir gætu leyft eldri bekkingum að fara í útilegu saman við lok skólaárs sem dæmi. Í kjölfarið yrði meiri möguleiki á að halda íþróttamót/gistimót í Grafarvogi. Hægt að samtvinna við starf Skátanna í Grafarvogi, Grafarvogskirkju og Ungmennafélagsins Fjölnis sem dæmi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation