Gangbrautir í Gullengi

Gangbrautir í Gullengi

Er ekki kominn tími til að fá gangbrautir og betri lausnir á umferðarhraða í þessari stóru götu?

Points

Engjahverfið skiptist upp í tvo hluta, með legu Gullengis. Þrátt fyrir þessa skiptingu er mikill samgangur barna milli þessara hluta þar sem þetta er eitt og sama skóla/leikskólasvæðið. Á þessari götu er ekki ein gangbraut og engin hraðahindrun heldur (sem heitið getur) og ökuhraðinn eftir því. Eðlilega er umferð gangandi vegfarenda nokkur yfir Gullengið á mismunandi stöðum og þá ekki síst á morgnana þegar bílaumferð er mest. Okkur vantar tilfinnanlega gangbraut(ir) og lækkun ökuhraða.

Þessi gata Gullengi hefur lengi verið vandræðabarn í umferðaröryggismálum Grafarvogs. M.a. vegna Strætó. Sama er með hluta Borgavegs frá hringtorgi við Langarima þar er margbúið að ræða við borgaryfirvöld um zebra gangbrautir. Borgaryfirvöld ættu að fara í það að skoða og gera eitthvað af þeim tillögum sem umferðaröryggisnefndin leggur til.

Vá hvað ég er sammála þessu!! Mætti líka gera eitthvað ganglegt með þessa óvirku polla, gjörsamlega óþolandi að fólk skuli keyra hérna í gegn (strætóleiðina) á vel yfir leyfðum hámarkshraða, þótt svo að börn séu á leið yfir...ég hreinlega bíð eftir slysi!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information