Íþrótta- & fjölskyldusvæði við Spöngina

Íþrótta- & fjölskyldusvæði við Spöngina

Hér er hugmyndin að nýta illa hirta og auða lóð sem að stendur við hlið Bónus, á milli Borgavegs og Móavegs. Með lítilli fyrirhöfn væri hægt að fletja út svæðið og setja upp gras sparkvelli og 2-3 körfuboltavelli. Hugmyndin væri svo að splitta svæðinu í tvennt með gróðri og göngustígum, vestari hluti svæðisins yrði í anda Hljómskálagarðsins með klifurgrindum, leiktækjum fyrir börnin, bekkjum og stígum.

Points

Frábær hugmynd :)

Lóðin hefur staðið auð síðan Grafarvogurinn byggðist upp og er alger synd að nýta hana ekki betur, lóðin stendur miðsvæðis í hverfinu og það er kominn tími til að glæða Grafarvoginn og Spöngina lífi með litlum fjölskyldugarði. Lítið er um gras sparkvelli í hverfinu fyrir ungu kynslóðina að leika sér á og sparkvellir oft þétt setnir, einnig vantar hverfinu góða köruboltavelli með góðu undirlagi.

Það sem skyggir á þetta svæði er. Byggingalóð í eigu Félagsbústaða, þarna á að rísa Reykjavíkurhús.

Goð hugmynd, Ég myndi vilja sjá þarna líka hjólabretta aðstöðu.

Frábær hugmynd. Ég horfi oft á þetta illa hirta svæði þegar ég keyri þarna framhjá og finnst synd að ekki sé búið að gera eitthvað fallegt fjölskyldusvæði þarna.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information