Það bráðvantar göngistíg, milli Húsahverfis og Korputorgs. Það eru tvær flottar brýr yfir ána þarna á milli, en einungis göngustígur frá brú, að Korputorgi, en vantar milli brúar og Húsahverfis. Þetta er fallegt umhverfi, sem gaman og hollt er að ganga um og ég væri alveg til í að labba/hjóla í Bónus, til dæmis.
Er ekki alltaf verið að hvetja fólk til að hreyfa sig meira, ganga og hjóla ? Í Grafarvogi eru margir góðir stígar, þess vegna er skrítið að þarna, milli Húsahverfis og Korputorgs, sé bara þúfur og grjót !
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation