Mín hugmynd er að Reykjavíkurborg setji upp ca. 100 fermetra gróðurhús á lóð allra grunnskóla hverfisins með það fyrir augum að börnin geti stundað og lært um nytjaræktun undir handleiðslu garðyrkjufræðings eða áhugafólks um nytjaræktun sem val að loknum skóladegi þ.e.a.s. í frístiund . Þessi ræktun gæti t.d. skaffað allt ferskt grænmeti til mötuneytis skólanna auk þess sem börnin gætu tekið með sér heim eitthvað af því semþau rækta sameiginlega i gróðurhúsunum . Nota skal affall hitaveitu skóla
SKÓLAGRÓÐURHÚS VIÐ GRUNNSKÓLA REYKJAVÍKUR Ég er mikill áhugamaður um nytjaræktun, þ.e. ræktun grænmetis og ávaxta. Ég er líka mikill áhugamaður um að koma á í Reykjavík því sem ég kalla Skólagróðurhús á lóðum grunnskólanna í Reykjavík. Einn skóli valinn sem reynsluverkefni:Í byrjun yrði sett á laggirnar til reynslu í 1 ár skólagróðurhús sem hefði lóð sem vel hentaði : Stærð skólagróðuhúsana gæti verið ca. 80-120 m2. Uppsetn, Skólagróðurhúsanna væri í umsjá Reykjavíkurborgar
Þessi hugmynd hefur verið færð í Þín Rödd í ráðum borgarinnar og hægt er að finna hana hér: https://thin-rodd.betrireykjavik.is/post/9053
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation