Hundagerði í laugardalnum

Hundagerði í laugardalnum

Hundagerði í laugardalnum

Points

Í minni götu, sem er í laugardalnum eru að minni vitund 6 hundar, svo ég tali nú ekki um hvað séu margir í nærliggjandi götum. Það að fá að búa í borg, þar sem fallegur dalur getur tekið við börnum, í ég veit ekki hvað mörgum íþróttagreinum, uppí göngutúra eldri borgara eru forrétindi. En það væri bara svo dásamlegt að geta gengið út með hundana sína smá spöl, og hleypt þeim síðan lausum góða stund í öruggu umhverfi. Reykjavíkurborg er fyrir alla, laugardalurinn er fyrir alla, menn og dýr....

Mæli með þessu - því væntanlega verður það til þess að fækka lausum hundum í dalnu sem er alger plága snemma á morgnana.

Hundar eiga ekki að vera í þéttbýli, punktur. Heldur ekki hestar, kýr eða kettir. Ég sé ekki að það ættu að gilda aðrar reglur um ketti eða hunda. Gæti gert langann lista. En eins og mörg önnur dýr hafa hundar ekkert að gera í þéttbýli.

Hvernig yrði útfærslan og hver er reynslan af svoleiðis hundagerðum ? Hefði þurft að hólfa niður gerðið eftir stærð og ágengi / "hegðunarvanda" hunda ?

Sammála hvoru tveggja.

hefur það ekki sýnt sig að þó gefið sé eftir fækkar ekki vandamálunum. þarf ekki miklu frekar að herða eftirlit með hundahaldi í borginni? afhverju eru hundarnir lausir og afhverju ætti að það skána þó hægt sé að viðra þá í laugardalnum svo að fólk þurfi ekki að keyra með þá á Geirsnef? góðir hundeigendur sem setja dýrin á undan sjálfum sér fara hvort eð er með þá reglulega út en hinir munu ekkert frekar fara þó svo þetta yrði í túnfætinum. Hundar eiga ekkert erindi í borg, sérstaklega ekki stærri dýrin sem þurfa mikla hreyfingu nema eigandinn sé tilbúinn til að uppfylla þarfir dýrsins. það mun ekki batna með fleiri svæðum til að viðra hundana. það er fullt af góðum ábyrgum hundeigendum en því miður þarf aldrei marga sem hugsa ekki nógu vel um dýrið til að allt fari í óefni

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information