Leikvöllurinn við Háaleitisskóla í Álftamýri er algjör hörmung. Það mætti nýtta hluta af leiksvæðinu undir hjólabretta/BMX garð þar sem krakkarnir í hverfinu (og nærliggjandi hverfum) gætu leikið sér án þess að þurfa að fara alla leið niður í Laugardal. Til að byrja með væri nóg að setja upp einfaldan ramp.
Börn þurfa góða hreyfingu og hjólabretti/BMX er klassísk leið til þess að efla þrótt og styrkja jafnvægið.
Já, ég bjó í Fellahverfi áður en ég flutti í 103, - í Breiðholti er miklu betri útivistaraðstaða fyrir börn, en hér í 103. Hér er komin fram frábær tillaga til að bæta úr því.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation