Klára að girða hring í kringum blett við Rimaskóla og breyta í hundagerði.
Samkvæmt gömlu skipulagi þá er lóð við Rimaksóla ætluð skólasundlaug sem ekki hefur verið gerð og verður sennilega aldrei. Þessi lóð er að hluta til girt af í dag og lítið sem ekkert notuð hvorki af nemendurm Rimaskóla né íbúum. Hluta til er lóðin girt og því þarf einungis að klára hringinn og þá væri hægt að nýta hana sem hundagerði. Mikið er um hundaeigendur í Rimahverfi og það væri mjög mikið fagnaðarefni ef við gætum fengið að sleppa hundunum okkar lausum og leikið við þá á þessu svæði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation