Grensás Boulevard
Þarf Grensásvegurinn virkilega að vera svona ömurlegur? Það þarf að djassa hann upp og breyta í alvöru Boulevard, svona eins og í útlöndum. Troða Miklubrautinni í stokk undir Grensás, mjókka akbrautirnar og gera breiða strípu eftir miðjunni með trjám og pulsuvögnum og slíku. Þetta steinliggur, allir með?
Styð þetta með þeirri viðbót að breyta Grensásvegi í Boulevard með 1 bílaagrein í hvora átt og breiðum hjólastígum, aðskildum frá gangstígum.
Það tekur nógu langan tíma nú þegar fyrir fólk í bústaðahverfinu að komast á miklubraut sérstaklega þar sem það er búið að gera Réttarholtsveg ónothæfan og loka fyrir vinstri beygju við sprengisand.
Grensásvegurinn er ein vanmetnasta gatan í Reykjavík. Hef oft talað um að það megi breyta honum í Boulevard og gera hann miklu skemmtilegri. Frábært að Gunnari Erni hafi dottið í hug að skella þeirri hugmynd fram hér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation